22/12/2024

Gistiþjónusta Sunnu opnar nýjan vef

Gistiþjónusta Sunnu á Drangsnesi hefur opnað nýjan vef á vefslóðinni www.drangsnes.is/sunna. Á vefnum eru auk upplýsinga um gististaðinn fjöldi mynda af aðstöðunni í gistingunni og af Drangsnesi og nágrenni. Hjá Gistiþjónustu Sunnu er í boði rúmgóð stúdíóíbúð á neðri hæð, með sérinngangi, salerni og sturtu, og er allt aðgengi mjög gott. Í íbúðinni eru rúm fyrir tvo fullorðna og hægt er að bæta við ungbarnarúmi og dýnum ef óskað er. Eldhúsaðstaða er með tveimur eldunarhellum, bakaraofni og örbylgjuofni ásamt öllum borðbúnaði. Einnig fylgir íbúðinni gasgrill.

Gistiþjónusta Sunnu á Drangsnesi opnaði fyrst vorið 2006