22/11/2024

Gisting opnuð í Steinhúsinu

Viðamiklum endurbótum á fyrsta steinsteypta húsinu á Hólmavík, sem byggt var árið 1911, er nú nær lokið. Steinhúsið, eins og húsið hefur lengst af verið kallað, var keypt fyrir tveimur árum af systrunum Sigrúnu Ósk og Guðfinnu Magneyju og foreldrum þeirra Sævari Benediktssyni og Elísabetu Pálsdóttur. Í Steinhúsinu ætla þau að bjóða upp á gistingu með uppbúnum rúmum fyrir ferðamenn, auk þess að nota það sem sumarhús.

Í húsinu eru tvær aðskildar íbúðir með sér inngangi. Stærri íbúðin í aðalbyggingunni hefur 5 svefnherbergi á efri hæð með svefnaðstöðu fyrir tvo og litla snyrtingu. Á neðri hæðinni eru tvær stórar stofur, rúmgott baðherbergi og eldhús. Minni íbúðin sem er í viðbyggingunni frá árið 1928 er tveggja herbergja með gistirými fyrir tvo. Frekari upplýsingar gefa Sigrún Ósk í síma 866-7832 og Guðfinna Magney í síma 856-1911 og svo tölvupóstfangið steinhusid@simnet.is.

Steinhúsið

frettamyndir/2008/580-steinhusid4.jpg

frettamyndir/2008/580-steinhusid2.jpg

frettamyndir/2008/580-steinhusid.jpg

Myndir úr Steinhúsinu