22/12/2024

Gistiheimilið Borgabraut til sölu

Hið rótgróna gistihús á Hólmavík, Gistiheimilið Borgabraut 4, hefur nú verið auglýst til sölu. Hrólfur Guðmundsson og Nanna Magnúsdóttir hafa rekið Gistiheimilið frá upphafi og munu halda því áfram þangað til gengið hefur verið frá sölu. Þeir sem áhuga hafa á að hella sér út í ferðaþjónustu og gistihúsarekstur á Hólmavík eru hvattir til að hafa samband við Hrólf og Nönnu og ræða málin, síminn er 451-3136 og netfangið borgabraut@simnet.is.

Gistiheimilið Borgabraut á Hólmavík