Einleikur um Gísla Súrsson, þann víðfræga útlaga, verður frumsýndur vestur á Þingeyri annað kvöld. Það er Elvar Logi Hannesson sem leikur Gísla í leikritinu, en Elvar Logi rekur atvinnuleikhús á Ísafirði undir nafninu Kómedíuleikhúsið. Í tilefni af frumsýningunni er leikhúsið búið að setja upp heimasíðu þar sem verk þess eru kynnt.
Í samtali við strandir.saudfjarsetur.is í dag upplýsti Elvar Logi að framundan væru sýningar víða um land. Hólmavík er á sýningaplaninu eftir páska og lofaði fréttaritari Kómedíuleikhúsinu höfðinglegum móttökum og jafnvel gamaldags leikfélagspartíi fyrir hönd Leikfélags Hólmavíkur.