22/12/2024

Gestir í Skelinni setja svip á mannlífið

Gestir í Skelinni á Hólmavík, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu, hafa sett svip á menningu og mannlíf á Hólmavík þá tvo vetur sem Skelin hefur verið starfrækt. Síðustu gestir, Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur og Sigurborg A. Guttormsdóttir, settu upp ljómandi skemmtilega svart-hvíta ljósmyndasýningu í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar gaf að líta mannlífsmyndir frá vetrinu 1976-77, en Haraldur var þá kennari á Hólmavík. Haraldur vann einnig með börnum í Grunnskólanum að eðlisfræðiverkefni.

Myndasýning

frettamyndir/2011/640-myndasyn1.jpg

Frá opnun ljósmyndasýningarinnar – ljósm. Jón Jónsson