11/10/2024

Gerður Kristný fær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Strandir

Gerður Kristný rithöfundur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Strandir í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum 21. janúar, að kvöldi afmælisdags Jóns úr Vör. Dómnefndin komst að einróma niðurstöðu, en hana skipuðu Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, Sigþrúður Gunnarsdóttur bókmenntafræðingur og Þórarinn Eldjárn rithöfundur, sem var formaður. Um 300 ljóð bárust í keppnina. Gerður Kristný hyggst gefa út nýja ljóðabók síðar á árinu, en vinningsljóðið Strandir sem Gerður Kristný samdi eftir ættarmót á Hólmavík árið 2008 fylgir hér að neðan:

  

Strandir

 

Að vetri

er aðeins fært

hugleiðina

 

Sængurhvít sveitin

breiðir úr sér

innan við augnlokin

 

Bjarndýr snuddar í snjó

nær síðasta jaka

til baka