30/10/2024

Geislinn með pizzuveislu

Hér á strandir.saudfjarsetur.is rekur hver fréttin af pizzum aðra, því í vikunni hélt Ungmennafélagið Geislinn pizzuveislu fyrir þá krakka sem æfa íþróttir hjá félaginu. Var veislan haldin á Café Riis og voru pizzurnar bæði vel útilátnar og vel þegnar, en fjöldinn allur af krökkum mætti í veisluna og skemmti sér hið besta. Rétt er að árétta að fjölmargir Strandamenn drekka ennþá mysu í hvert mál og borða feitt lambakjöt, reyktan magál, hrútspunga og júgur, súrsaða selshreifa, harðfisk og fjallagrös, þótt bæði kjúklingur og pizzur njóti vaxandi vinsælda.  

Pizzuveisla

frettamyndir/2008/580-pizzuveisla1.jpg

Skemmtileg kvöldstund á Café Riis – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir