22/12/2024

Gangbrautir steyptar og bærinn fegraður

Undirbúningur vegna Hamingjudaga á Hólmavík stendur sem hæst en hátíðin hefst n.k. fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Starfsmenn Trésmiðjunnar Höfða ehf á Hólmavík voru í morgun í óða önn við að steypa nýja gangstétt í hvamminum neðan við Hólmavíkurkirkju þar sem mörg atriði Hamingjudaganna fara fram. Gangstéttin þar var orðin ríflega 20 ára gömul og var orðin mjög illa farin. Víða um bæinn má sjá starfsmenn hreppsins við að fegra og snurfusa þessa dagana og fallegar blómakörfur eru komnar á marga ljósastaura bæjarins.

center