22/12/2024

Gamlar myndir úr Fellsrétt

Söguþættir

Þegar ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is var ennþá ungur og áhyggjulaus þótti honum og sjálfsagt mörgum öðrum mikil skemmtun að fara í réttir. Í þá daga var enn réttað utan dyra í Kollafirði, en alllangt er nú síðan réttarstörfin færðust inn í fjárhús á þeim slóðum. Réttin stóð á melnum framan við Miðhús, þar sem útsýni opnast fram að Steinadal þegar ekið er þangað fram eftir og er nú lítið eftir af henni, fáein veggjabrot. Í tilefni áramótanna birtum við hér þrjár gamlar myndir úr Fellsrétt, úr safni Sauðfjárseturs á Ströndum.

Á myndinni þekkjast vel þeir sem eru næst á myndinni: Alfreð Halldórsson lengst til vinstri, séra Jón Brandsson með hattinn, Jónatan Aðalsteinsson í Hlíð og Jón Jónsson á Broddanesi sem snúa baki í myndavélina.

Finnbogi í Miðhúsum í réttunum.

Sigurður í Stóra-Fjarðarhorni – aðrir sem þekkjast á myndinni eru m.a. Sigurður Franklínsson, Signý Sigmundsdóttir og Guðbjörn á Broddanesi.