Gamlar ljósmyndir.
Í safni Sauðfjárseturs á Ströndum eru fjölmargar skemmtilegar ljósmyndir. Hér birtum við eina slíka þar sem Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum er að taka sín fyrstu skref við búskapinn, líklega heima á Klúku. Nú er framundan mikið skráningarátak hjá Sauðfjársetrinu á vormisseri þar sem unnið verður við skráningu og skönnun á ljósmyndasafninu sem er orðið býsna viðamikið. Búast má við að leitað verði reglulega til lesenda vefjarins strandir.saudfjarsetur.is um að bera kennsl á fólk og myndefni við þessa vinnu. Fleiri myndir, gamlar og nýjar, eru auðvitað vel þegnar.
Guðbrandur býr sig undir að gefa lambinu pelann, rétt farinn að ganga sjálfur.