22/12/2024

Fyrsti vinningur genginn út – tala dagsins N-32

645-amst6

Fyrsti vinningur í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum er genginn út, það var Jón Alfreðsson á Hólmavík sem var svo heppinn að fá réttu töluna við útdráttinn í gær. En áfram verður spilað þangað til allir fimm vinningarnir eru gengnir út. Talan sem dregin var í heimabingóinu í dag er N-32. Hafið samband við Ester Sigfúsdóttir bingóstjóra í s. 823-3324 ef þið eruð komin með bingó, fólk hefur tíma til þess til hádegis daginn eftir að talan er dregin.