22/12/2024

Fyrirlestur um atferli dýra

Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast í vetur fyrir röð alþýðlegra fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrsti fyrirlesturinn verður nú á fimmtudaginn kl. 17:00 og er aðgengilegur í fjarfundabúnaði m.a. i Þróunarsetrinu á Hólmavík. Það er Þorleifur Eiríksson sem fjallar um atferli dýra. Fyrirlestrarnir í vetur verða bæði um þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum og almennt um náttúrufræðileg efni. Þeir verða að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00.