22/12/2024

Fyrirhuguð útboð á Ströndum

Vegagerðin hefur nú uppfært lista um fyrirhuguð útboð við vegaframkvæmdir á árinu 2006 og bættust tvö verkefni á Ströndum við á listann við þá uppfærslu. Annars er þar vegurinn um Arnkötludal og Gautsdal sem nefndur er Tröllatunguvegur í listanum, en hins vegar eru breytingar á hringveginum í Hrútafjarðarbotni. Þar á hringvegurinn í framtíðinni að liggja Strandamegin í fjarðarbotninum og þvert yfir neðan við Fjarðarhorn. Styttast vegalengdir milli Norðurlands og Stranda nokkuð við þessar breytingar.