22/12/2024

Fyrirhugað að reisa nýja Kirkjubólsrétt

580-kirkjubolsr1

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að reisa nýja fjárrétt á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð fyrir haustið. Hún á að vera á sama stað og sú sem nú stendur, en þar hefur staðið fjárrétt frá 1921, fyrst torfhlaðin, en síðan úr timbri frá 1971. Áður stóð steinhlaðin fjárrétt yst á Orrustutanga (þar sem Sævangur stendur) frá því seint á 19. öld. Ennþá fyrr á tímum var smalað til réttar í Steinadal úr stórum hluta sunnanverðrar Tungusveitar. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar hélt nýverið fund í Sævangi með bændum í Tungusveit til að ræða um framkvæmdina og fyrirkomulag við fjárleitir í haust.