30/10/2024

Fyrirheit Bjarna Ómars á Kaffi Norðurfirði

Bjarni Ómar lagahöfundur og hljómplötuútgefandi og Stefán Steinar Jónsson píanóleikari munu kynna hljómplötuna Fyrirheit fyrir íbúum Árneshrepps og öðrum gestum með tónleikum á veitingastaðnum Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir eru haldnir laugardagskvöldið 27. júní og hefjast klukkan 20:00. Vakin er athygli á að frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama. Þetta eru síðustu tónleikarnir þar sem Fyrirheit Bjarna eru kynnt af þeim félögum en tónleikaröðin hefur m.a. verið styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

Athugið að eftir tónleikana eða um klukkan 22:00 munu þeir félagar svo leika lög úr ýmsum áttum fyrir gesti Kaffi Norðurfjarðar eða til klukkan 23:00.