Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stendur fyrir opnum fundi í fundarsal Náttúrustofu Vestfjarða, Bolungarvík, fimmtudaginn 1. maí kl. 10-16. Að loknum fundi verður farið í siglingu og farið yfir nokkur atriði tengd hvalaskoðun. Á fundinum verður farið yfir hagkvæmnisrannsókn um hvalaskoðun á Vestfjörðum, sem nýlega var unnin af Hvalasafninu á Húsavík og Fræðasetri Háskóla Íslands á Húsavík, auk þess sem kynnt verður hvers kyns aðstöðu og búnað þarf til hvalaskoðunar. Fulltrúar hvalaskoðunarfyrirtækja frá Íslandi, Skotlandi og Bandaríkjunum munu taka þátt í fyrirlestrum og umræðum. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið asgerdur@atvest.is fyrir 24. apríl næstkomandi.
ATVEST hefur ákveðið að safna saman á næstu 3-4 vikum eftir fundinn, upplýsingum um þá aðila sem hafa áhuga á að kanna frekar rekstrargrundvöll hvalaskoðunar á Vestfjörðum.
Ljósm.: Sigurður Atlason