22/11/2024

Fundur um hættu á og varnir gegn riðusmiti

Í kvöld, laugardaginn 12. júlí kl. 21:30, verður spjallfundur með Sigurði Sigurðarsyni dýralækni í Sauðfjársetrinu í Sævangi um hættu á og varnir gegn riðusmiti. Eins og kunnugt er greindist riðuveiki í sauðfé á bænum Brautarholti í austanverðum Hrútafirði í sumar og finnst Strandamönnum þessi vágestur vera kominn helst til nálægt héraðinu. Eru menn beðnir um að láta fregnina um fundinn berast til þeirra sem áhuga kynnu að hafa, því hann er ákveðinn með skömmum fyrirvara og hefur ekki verið auglýstur opinberlega.