22/12/2024

Fundað um svæðisskipulag í Tjarnarlundi

tjarn3

Á þriðjudaginn var haldinn opinn fundur fyrir íbúa í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi, í tengslum við undirbúning fyrir gerð sameiginlegs svæðisskipulags fyrir þessi þrjú sveitarfélög. Ágæt mæting var á fundinn, en þar voru um 30 manns, auk fulltrúa frá fyrirtækinu Alta sem sér um gerð stefnunnar. Verkefnið var kynnt og síðan var rætt í hópum um auðlindir og atvinnulíf á svæðinu, tækifæri í ferðaþjónustu, matarvinnslu og öðrum iðnaði og framleiðlugreinum. Nánar má fræðast um verkefnið á vefsíðunni www.samtakamattur.is.

tjarn1 tjarn2

Fundur í Tjarnarlundi – Ljósm. Jón Jónsson