07/05/2024

Frumsýna myndband tekið á Hólmavík

Hljómsveitin Hillingar hafa frumsýnt nýtt myndband við lagið Kaldar nætur og er það allt tekið á Hólmavík. Hljómsveitin og myndbandið eru að glíma við vetur, myrkur og kulda, þann raunveruleika sem Íslendingar búa við. Í myndbandi segir frá ungum mönnum sem búa í bænum Hólmavík og það eru hljómsveitarmeðlimir sem bregða sér í hlutverkin í myndbandinu þar sem heilmikil saga er sögð.

Í frétt á visir.is um myndbandið segir:

„„Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar.“

Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar, en hér að neðan gefur að líta myndbandið sem tekið var á Hólmavík.