29/05/2024

Friðarbarnið sýnt í vor

Ekkert verður af fyrirhugaðri leiksýningu á verkinu Friðarbarnið nú í janúar á Drangsnesi, en til stóð að hafa sýningu þar annað kvöld. Veikindi og flensa sem herjar á fjölmarga Strandamenn um þessar mundir kemur í veg fyrir sýninguna. Leikverkið verður líklega tekið upp í vor eða sumar og verður þá sýnt á Drangsnesi og Árneshreppi, auk þess sem rætt hefur verið um sýningu syðra.