22/12/2024

Fréttabréf frá Atvest

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur sent frá sér fréttabréf þar sem auglýstir eru markaðsstyrkir AVS, styrkveitingar á vegum erfðanefndar landbúnaðarins og starfsstyrkir Hagþenkis 2005. Fréttabréfið er á rafrænu formi og sent á póstlista félagsins. Í bréfinu segir m.a.:

Markaðsstyrkir AVS
Vakin er athygli á þeim möguleika á að sækja um markaðsstyrk frá styrktarsjóði AVS. AVS rannsóknarsjóður veitir styrki til rannsóknarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs (AVS), bæði sjávarútvegs og fiskeldis. Tilgangurinn með markaðsstyrkjum er að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að leysa sérgreind vandamál sem kunna að koma upp í sambandi við markaðssetningu erlendis og stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.AVS.is og hjá Páli Gunnari Pálssyni verkefnisstjóra í síma 530 8600 og pallp@rf.is.

Styrkveitingar á vegum erfðanefndar landbúnaðarins

Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrja einstök afmörkuð verkefni sem fjalla að þessu verkefni á eftirfarandi sviðum:

-Rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði.
-Lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði.
-Aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.
-Kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra.
Um styrki þessa geta sótt bæði einstaklingar eða félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Að janfnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200-700 þús. Umsóknum skal skilað til formanns erfðanefndar, Áslaugar Helgadóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti,112 Reykjavík (aslaug@lbhi.is) f. 30.apríl nk.

Auglýsing um starfsstyrki Hagþenkis 2005
Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna,auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki og þóknanir:
Óskað er eftir umsóknum um starfsstyrki Hagþenkis vegna ritstarfa árið 2005. Til úthlutunar eru 6.400.000 kr.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera skólaárin 2003-2005 og vegna blaðagreina eftir félaga í Hagþenki sem kunna að hafa verið notaðar af IMG-Fjölmiðlavaktinni ehf. árið 2004. Að þessu sinni eru allt að 3.400.000,- kr. til úthlutunar.
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis árið 2005 vegna fyrri úthlutunar. Seinni úthlutun bíður haustsins og verður auglýst þá. Til úthlutunar eru 2.600.000,- kr
Óskað er eftir umsóknum um styrki vegna gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Til úthlutunar eru 400.000 kr.
Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna Innheimtumiðstöðvar gjalda af myndböndum og myndbandstækjum. Til úthlutunar eru allt að 200.000.- kr.
Umsóknareyðublöð er að finna hér
Einnig má fá það sent frá skrifstofu félagsins, sími 551-9599.
Úthlutunarreglur og nánari upplýsingar má finnaÚthlutunarreglur og nánari upplýsingar má finna hér og í fréttabréfi félagsins sem sent verður út á næstu dögum.
Umsóknir eiga að berast fyrir 15. apríl

Lán eða styrkir til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði.Umsóknarfrestur er til 20. maí 2005.Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttingar byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Sá sem óskar eftir láni eða styrk skal skila inn umsókn til Íbúðalánasjóðs á sérstöku eyðublaði, um verkefni það er vinna skal.
Umsóknina skal leggja fyrir stjórn sjóðsins til ákvörðunar með greinargerð og tillögu um afgreiðslu.
Fjáhæð láns eða styrks og lánstíma,skal ákveða hverju sinni af stjórn Íbúðalánasjóðs með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjungum í notkun,svo og mikilvægi þeirra fyrir byggingariðnaðinn.
Ef um lán er að ræða skulu þau tryggð með fullnægjandi veði í fasteign að mati Íbúðalánasjóðs samkvæmt almennum reglum Íbúðalánasjóðs um veðrými.
Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs,www.ils.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir á þjónustusviði lána Íbúðalánasjóðs,
Borgartúni 21 í síma 569 6986. Umsóknarfrestur er til 20.maí 2005