22/12/2024

Frestur til að sækja um byggðakvóta framlengdur

BryggjanSjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest til Fiskistofu vegna úthlutunar byggðakvóta í ákveðnum sveitarfélögum fyrir fiskveiðiárið 2007-2008. Frá þessu er sagt á ruv.is, en Árneshreppur (Norðurfjörður) og Kaldrananeshreppur (Drangsnes) eru í hópi þessara sveitarfélaga. Umsóknarfresturinn rann út í síðustu viku en hefur nú verið framlengdur til og með 1. september. Það er Fiskistofa sem úthlutar byggðakvótanum, en fram kemur í fréttinni á ruv.is að hvergi hafi áhuginn verið eins lítill og í Þorlákshöfn og á Drangsnesi en á þessum stöðum hafði enginn sótt um byggðakvóta áður en frestur rann út.