30/10/2024

Framsóknarmenn á ferð í Árneshrepp á Ströndum

Fréttatilkynning
Um leið og lokið var við að opna veginn norður í Árneshrepp á Ströndum fyrir páska létu frambjóðendur Framsóknarflokksins ekki sitt eftir liggja og voru mættir í Árneshreppinn í kjölfar moksturstækja Vegagerðarinnar. Þar voru á ferð Guðmundur Steingrímsson og Sindri Sigurgeirsson frambjóðendur flokksins auk Bjarna Benediktssonar kosningastjóra. Þeir félagar fóru á milli og heimsóttu íbúa auk þess að halda opinn fund í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöldi. Fundarsókn var mjög góð eins og venja er í Árneshrepp og vorum umræður snarpar og skemmtilegar. Fundarmönnum var m.a. tíðrætt um efnahagsmál, samgöngumál og fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Í lok fundar þökkuðu svo frambjóðendur fyrir sig með söng og harmonikkuleik

Framsóknarfundur í Árneshreppi