22/12/2024

Framleiðslumet hjá Hólmadrangi

Spænskt flutningaskip í HólmavíkurhöfnVerið er að landa 90 tonnum af rækju úr spænsku flutningaskipi á Hólmavík í dag. Að sögn Björns Hjálmarssonar, framleiðslustjóra Hólmadrangs er rækjan úr Flæmska hattinum sem er þekkt veiðisvæði austur af Kanada. Það er ekki algengt að flutningaskip komi með rækju til löndunar á Hólmavík á þessum árstíma en talsvert meira er um það á sumrin, þegar veiði stendur sem hæst. Megnið af rækju til vinnslu í verksmiðjunni er flutt með flutningabílum. Björn segir að það stefni í að framleiðslumet verði slegið hjá rækjuvinnslu Hólmadrangs á morgun.

Framleiðslumet var slegið hjá Hólmadrangi í síðustu viku og nú stefnir í annað met en milli 11 og 12 tonn af fullunninni rækju hafa runnið af færiböndum verksmiðjunnar á dag síðustu vikur, en það stefnir í rúmlega 55 tonna framleiðslu þessa viku.

„Þessi árangur er ekki síst því að þakka að Hólmadrangur hefur á að skipa mjög hæfu og fjölhæfu starfsfólki," segir Björn.

Því má bæta við að það stefnir í að Björn þurfi að klæðast kokkagallanum á morgun, en hann var búinn að strengja þess heit að baka Bjössapizzur fyrir starfsfólks Hólmadrangs ef nýtt framleiðslumet yrði slegið þessa viku. „Ég hlakka til, svo vona ég að Bára okkar í eldhúsinu leggi mér örlítið lið," bætti Björn bakari við.

.

Spænskt flutningaskip í Hólmavíkurhöfn