Nú er unnið að því að standsetja eldhús í Félagsheimilinu á Hólmavík, með það fyrir augum að auka notkun á húsinu. Ætlunin er að aðstaðan nýtist fyrir veisluhald í Félagsheimilinu, en einnig geti þeir sem framleiða matvæli og þurfa á löglegu eldhúsi að halda við eldun eða pökkun leigt sér þar aðstöðu. Þetta á t.d. við um þá sem framleiða sultur og fleiri matvæli beint frá býli. Samráð er haft við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og stefnir sveitarfélagið jafnframt að þátttöku í klasaverkefninu Veisla að vestan. Áhöld og tæki í eldhúsið voru keypt á síðasta ári.
Veislu- og framleiðslueldhús í Félagsheimilinu – ljósm. Jón Jónsson