22/12/2024

Framkvæmdir hafnar í Þróunarsetri

Framkvæmdir eru hafnar við neðstu hæðina á Þróunarsetrinu á Hólmavík að Höfðagötu 3. Sveitarfélagið Strandabyggð flutti starfsemi sína í húsið í byrjun ársins og síðan hafa skrifstofupláss í húsinu verið fullnýtt. Þar eru nú 10 skrifstofur og umsóknir um aðstöðu fyrir fleiri eru fyrirliggjandi og rætist úr því með framtakinu. Mun móttaka Strandabyggðar verða á neðstu hæðinni, auk þess lítið fundarherbergi, kaffistofa og fjölnota rými fyrir fundi, kennslu, námskeið, viðburði og sýningar. Með þessum framkvæmdum er ætlunin að stórbæta aðgengi fyrir fatlaða að skrifstofu og fundum Strandabyggðar en það hefur verið afleitt árum saman.

Þróunarsetur

frettamyndir/2011/640-thro1.jpg

frettamyndir/2011/640-thro4.jpg

Framkvæmdir í Þróunarsetri – ljósm. Jón Jónsson