04/10/2024

Framkvæmdir á Hólmavík

IMG_8012

Það er mikið um að vera á Borgabrautinni á Hólmavík og unnið kappsamlega að margvíslegum lögnum og frágangi í götunni. Þegar ljósmyndara bar að í dag var verið að aka efni ofan á lagnir sem hafa allar verið endurnýjaðar, auk þess sem ljósastaurar og rafmagnskassar hafa verið færðir til og gert klárt fyrir malbikun götunnar og gerð gangstéttar allt frá Hólmavíkurkirkju að sumarhúsum við hinn enda götunnar. Þetta eru ekki einu framkvæmdirnar sem Hólmvíkingar standa í þessa dagana, m.a. er verið að lagfæra kirkjuturninn á Hólmavíkurkirkju og verið er að setja nýtt þak og bæta aðstöðu í hluta af húsi rækjuverksmiðju Hólmadrangs. Þá er verið að aka og raða efni í nýjan 30 metra grjótvarnargarð við endann á smábátahöfninni sem á að skýla bátunum betur fyrir veðri og vindum.

IMG_7980 IMG_7982 IMG_7989 IMG_7991 IMG_7995 IMG_8002 IMG_8008 IMG_8010 IMG_8017 IMG_8019 IMG_8021 IMG_8025 IMG_8026 IMG_8029 IMG_8035

Framkvæmdir á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson