22/12/2024

Framkvæmdagleði á Ströndum


Það var mikið um að vera á Ströndum í vikunni, húsbyggingar áberandi, en svo voru líka miklar framkvæmdir við lóðina þar sem bensínstöð ÓB á að rísa á Skeiði á Hólmavík. Landað var rækju úr Eyborginni fyrir verksmiðju Hólmadrangs á föstudaginn og í Sævangi voru framkvæmdir í gangi við breytingar á sýningu Sauðfjársetursins í tengslum við sviðaveislu sem á að halda þar í kvöld. Listaverkið Seiður við Hólmavíkurhöfn tók á sig nýja mynd í frostinu í vikunni og sýndi á sér nýjar hliðar. Þá má nefna að Strandamenn og nærsveitungar fjölmenntu á fyrirlestur um tölvufíkn í vikunni, um 80 manns mættu.

Eitt og annað á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson