02/11/2024

Framkvæmdafréttir frá Hólmavík: Allt að gerast

Hafnarbraut 29Hamrarnir eru víða á lofti á Hólmavík þessa dagana og framkvæmdahugur í mannskapnum. Margvíslegar framkvæmdir eru í gangi í þorpinu og nágrenni þess, bygging nýrra húsa til ýmissa nota og margvíslegar lagfæringar á eldri húsum, umbætur á umhverfinu og uppbygging ferðaþjónustu og afþreyingar fyrir íbúana. Sérstaklega er skemmtilegt að fylgjast með umbótum tengdum afþreyingu þessa dagana, smíði náttúruskoðunarhúss, golfskála og lagningu krossbrautar. Einnig vekja lagfæringar eigenda á gömlum húsum neðan við Klifið alltaf mikla athygli, enda verða gömlu húsin oftast hin glæsilegustu eftir umbæturnar og til mikils sóma fyrir samfélagið.

1

Náttúru- og fuglaskoðunarhús er í smíðum í Skipatanga á Tungugrafarvogum

Hafnarbraut 29 

Nýtt íbúðarhús í smíðum á Hrófá

Golfskáli lítur dagsins ljós í Skeljavík

Torfærubraut er að verða tilbúinn á Hvítarbökkum í landi Kálfaness og verður vígð um Hamingjudagana

frettamyndir/2008/580-framkv3.jpg

Miklar framkvæmdir standa yfir í kirkjugarðinum á Kálfanesskeiði

frettamyndir/2008/580-framkv4.jpg

Byggingu nýs parhúss er lokið í Miðtúninu. Hornsteinar standa fyrir verkefninu og hafa selt aðra íbúðina og hin er til sölu þessa dagana

frettamyndir/2008/580-kirkjugard3.jpg

Listaskáli er í smíðum efst í Lækjartúninu

frettamyndir/2008/580-framkv15.jpg

Bílskúr er í byggingu nokkru neðar í Lækjartúni

frettamyndir/2008/580-framkv11.jpg

Milli Víkurtúns og Austurtúns hefur leikvöllurinn fengið andlitslyftingu og kofi hefur bæst við byggingar

frettamyndir/2008/580-framkv12.jpg

Hinu megin við götuna, milli Höfðatúns og Miðtúns, hefur vegleg girðing risið utan um athafnasvæði KSH. Gárungarnir segja að grenndarkynningin hafi tekið töluverðan tíma og tafið verkið

frettamyndir/2008/580-framkv9.jpg

Í Austurtúninu hefur bílskúrum fjölgað um einn á síðustu mánuðum

frettamyndir/2008/580-framkv14.jpg

Von er á nýju aðstöðuhúsi við tjaldsvæðið á Hólmavík, en það hefur verið í smíðum hjá starfsmönnum hreppsins

frettamyndir/2008/580-framkv8.jpg

Við Hafnarbrautina standa yfir miklar endurbætur á einu af gömlu húsunum

frettamyndir/2008/580-framkv7.jpg

Steinhúsið á Hólmavík hefur breytt um svip og er nú komið með tvær útihurðir eins og í gamla daga

Ráðaleysið hefur breytt um svip eftir að gluggar eru orðnir samræmdir á framhliðinni. Þar er Handverkshús Hafþórs til húsa

Á Plássinu er hús Gunnars Þórðarsonar orðið sérlega glæsilegt eftir málningarvinnu

– Ljósm. Jón Jónsson