22/12/2024

Frábært veðurútlit fyrir Hamingjudaga

Veðurstofan gefur góð fyrirheit um veðurútlit helgarinnar á Hólmavík og Ströndum. Ritari menningarmála-nefndar Hólmavíkurhrepps tók stöðuna upp úr hádegi í dag og þá var spáin eftirfarandi:

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og skýjað, en suðaustan 3-8 m/s og dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 10 til 18 stig.
Á föstudag: Suðaustan 5-10 m/s og rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands.

Á laugardag: Hægviðri og léttir víða til. Milt veður.

Þess má geta að Hólmavík tilheyrir spásvæðinu "Strandir og Norðurland vestra" og suðaustan áttin er sérlega hagstæð á Hólmavík. Helstu viðburðir hamingjudaga sem fram fara utandyra eru á föstudag og laugardag og því eru aðstandendur þeirra afar bjartsýnir á hagstætt veðurfar.