23/12/2024

Fótboltanámskeið á Drangsnesi

Dagana 18.-19. júní mun Freydís Bjarnadóttir vera með fótboltanámskeið fyrir 6 ára og eldri á fótboltavellinum á Drangsnesi. Freydís spilaði um tíma með úrvalsdeildarliði Stjörnunnar og er nú með fótboltanámskeið á Grundarfirði. Námskeiðið verður 6 klukkustundir og skiptist þannig að 18. júní er kennsla frá klukkan 10-12 og 13-15 og þann 19. júní er kennsla frá 10-12. Verð fyrir námskeiðið er 2.000.- og skráning og nánari upplýsingar fást hjá Öllu í síma 868-7156 fyrir 17. júní.