30/10/2024

Fótboltamót 19. nóvember

Framundan er fótboltamót í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, en ætlunin er að halda slíkt laugardaginn 19. nóvember og hefst það klukkan 10:30. Það eru brottfluttir Strandamenn sem standa fyrir mótinu og eru Smári Jóhannsson og Flosi Helgason þar fremstir í flokki. Hugmyndin er að 7 leikmenn verði í hverju liði og hver leikur standi í 7 mínútur. Reiknað er með að 1-2 lið Strandamanna syðra mæti á svæðið. Skráning á mótið er hjá Flosa í síma 865-5530 og er þátttökugjald kr. 500 á mann. Allt er þetta háð færð og veðri eins og venjan er.