23/04/2024

Föstudagssprell á miðvikudegi

Eins og alþjóð veit eða má vita eru menn sem hafa troðið nælonsokk á hausinn yfirleitt til alls líklegir og vafasamt að þeir hafi nokkuð gott í huga. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is rakst á dögunum á tvo menn sem höfðu troðið einum sokkabuxum á hausinn og náði að festa þá á filmu við þetta vafasama athæfi, þar sem þeir voru eins og samvaxnir síamstvíburar. Nú er spurning hvort að lesendur strandir.saudfjarsetur.is geta hjálpað ritstjórn að bera kennsl á mennina. Svörum má gjarnan skila hér á spjalltorginu undir þessum tengli.