22/11/2024

Forval í annan áfanga gsm-væðingar

Ekkert GSM sambandStjórn Fjarskiptasjóðs hefur auglýst forval vegna síðari áfanga í þéttingu GSM-farsímanetsins á þjóðvegakerfinu. Í janúar síðastliðnum var samið við Símann hf. um verkefni á þessu sviði á hringveginum og fimm fjallvegum, þar á meðal var Steingrímsfjarðarheiði. Gert er ráð fyrir að því verki ljúki í lok ársins 2007. Síðari áfangi GSM-verkefnisins snýst um að bæta þjónustuna á stofnvegum sem enn eru ekki með samband, á nokkrum ferðamannasvæðum í nágrenni þeirra og á nokkrum stöðum í þjóðgörðunum í Snæfellsjökli og Jökulsárgljúfrum.

Í síðari áfanga ætti samkvæmt þessu að minnsta kosti að koma GSM-samband á veginn milli Hólmavíkur og Brú, en þar er að mestu leyti sambandslaust frá Borgum í Hrútafirði að Smáhamrahálsi við Steingrímsfjörð. Ekki er hins vegar vitað hvort vegir norðan Hólmavíkur teljast til þeirra ferðamannasvæða sem nú verða GSM-vædd, þó það hljóti að vera eðlileg krafa heimamanna.