Sverrir Guðbrandsson fyrrverandi bóndi á Klúku í Miðdal verður áttatíu og fimm ára sunnudaginn 26. mars næstkomandi. Sverrir sem er sonur hjónanna á Heydalsá, Guðbrandar Björnssonar frá Smáhömrum og Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Ófeigsfirði er fæddur á Heydalsá laugardagnn 26. mars 1921. Árið 1946 gekk hann að eiga Sigurrósu Þórðardóttir á Klúku í Miðdal og á Klúku hófu þau búskap það sama ár, það ár fæddist einnig þeirra fyrsta barn en þau eignuðust sjö börn og alls munu afkomendurnir vera orðnir 48 talsins.
Sverrrir og Rósa bjuggu á Klúku til ársins 1971 en þá fluttu þau til Hólmavíkur þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Sverrir var pakkhúsmaður hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík til ársins 1991. Að loknu ævistarfi hóf hann að rita æviminningar sínar sem hann gaf út í bókinni “Ekkert að frétta” árið 2004.