30/10/2024

Flutningabíll valt á Þorskafjarðarheiði

Flutningabíll lagðist á hliðina á veginum um Þorskafjarðarheiði í Hólmavíkurhreppi í gær, lestaður fiski í körum. Bíllinn valt um það bil kílómetra frá afleggjaranum á Steingrímsfjarðarheiði og var á suðurleið. Til allar hamingju var vegarkanturinn lágur og ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Toppurinn á bílnum rifnaði við veltuna og fiskurinn fór út um víðan völl. Tækja- og björgunarsveitarmenn frá Hólmavík stóðu í ströngu við að hreinsa til í gær og gekk bærilega.