22/12/2024

Flugslysaæfing á Gjögri

Á Gjögurflugvelli - Ljósm. Jón G.G.Flugstoðir standa um helgina fyrir flugslysaæfingu á Gjögri í samstarfi við viðbragðsaðila í Árneshreppi á Ströndum og af höfuðborgarsvæðinu. Æfingin er smá í sniðum en Flugstoðir segja að hún sé mikilvægur áfangi í neyðarviðbúnaði Gjögurs enda fyrsta hópslysaæfingin á svæðinu. Viðbragðseiningar staðarins, ásamt öðrum heimamönnum æfa samhæfð viðbrögð við hópslysi. Unnið verður eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir svæðið sem útlistar verkaskiptingu og samhæfð viðbrögð heimamanna sem og annarra sem verkskyldum hafa að gegna við hópslys. Frá þessu segir á mbl.is.