22/12/2024

Flugi á Gjögur frestað

Flugstöðin á Gjögri - ljósm. Jón G G.Flugi á Gjögur hefur nú verið frestað tvo daga í röð, en Landsflug flýgur venjulega þangað á mánudögum og fimmtudögum. Nítján farþegar bíða flugs suður að því er kemur fram á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is og er það fólk sem hefur dvalið fyrir norðan um áramótin. Það er í fulla áætlunarvélina sem er Dorníer 228. Veður var mjög slæmt í Árneshreppi á mánudag og skafrenningur var þar í dag. Þó voru opnaðir vegir innansveitar, frá Norðurfirði í Gjögur í dag, en venjulega er opnað innansveitar í Árneshreppi á flugdögunum.