14/09/2024

Él og hálka

Veðurspáin fyrir næsta sólarhring er stutt – gert er ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, 8-15 m/s og éljum. Frost verður 0-5 stig. Næstu daga er síðan spáð norðlægum áttum og frosti á bilinu 2-8 stig. Nú klukkan 8:00 er snjór á vegi suður Strandir frá Hólmavík og frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð. Hálka er á leiðinni milli Drangsness og Hólmavíkur. Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði og við norðanvert Djúp, en verið er að moka heiðina og suður frá Hólmavík.