Vegagerðin hefur til skoðunar að fækka styrktum flugferðum að Gjögri í Árneshreppi yfir sumarmánuðina úr tveimur á viku í eina, frá júní -september. Þetta er hluti af sparnaðarráðum þar sem fyrirhugað er að draga saman í styrkjum til almenningssamgangna og áætlanaferða með ferjum, rútum og flugi, sem nemur 10 prósentum á næsta ári. Samtals gera þessar hugmyndir ráð fyrir 130-140 milljóna sparnaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vegagerdin.is. Einnig er í skoðun að hætta styrktum siglingum í Vigur og Æðey og fækka vikulegum ferðum Baldurs út 7 í 6.