22/12/2024

Flugeldar og brenna á Hólmavík

wNú nálgast áramótin óðfluga og þá opnar að vanda flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík. Hún er að venju staðsett í Rósubúð, Höfðagötu 9. Salan verður opin í dag, mánudaginn 29. des., frá kl. 14-20. Á morgun, þriðjudag, verður salan opin frá 14-22 og á gamlársdag frá kl. 10-15. Áramótabrenna björgunarsveitarinnar fer síðan fram við Skeljavíkurrétt á gamlársdag kl.18:00 og flugeldasýning hefst kl. 18:20. Hólmvíkingar og nærsveitungar eru hvattir til að styrkja björgunarsveitina með flugeldakaupum hvað sem líður föðurlegum ráðleggingum ónefndra þingmanna, enda er sala á þeim aðalfjáröflunarleið sveitarinnar og nauðsynleg til að halda starfseminni gangandi.