22/12/2024

Flugbrautin á Gjögri ekki malbikuð í ár

580-gjogur3
Á bb.is kemur fram að flugbrautin á Gjögurflugvelli verður ekki malbikuð í ár, eins og stefnt var að. Öllum tilboðum sem bárust í klæðningu flugbrautarinnar var hafnað, en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið var frá Skagfirskum verktökum ehf. og hljóðaði upp á tæpar 80 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að skipta verkinu í tvennt og í ár á að vinna efni og semja við verktaka. Annað verður ekki gert á árinu. Gjögurflugvöllur er eini áætlunarflugvöllurinn á landinu þar sem ekki er bundið slitlag. Flugfélagið Ernir flýgur þangað tvisvar í viku yfir veturinn og einu sinni í viku á sumrin.