22/12/2024

Fljúgandi hálka á vegum

Fljúgandi hálka er nú á vegum á Ströndum og svellbunkar víða út fyrir kantana. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur því vegfarendur til að fara að öllu með gát, draga fram mannbroddana og jafnvel kíkja eftir gömlu góðu keðjunum á bílinn úti í skemmu. Undir flokknum 'tenglar' hér til hliðar geta menn fræðst um veðurspána, færð á vegum og kíkt á vefmyndavélar Vegagerðarinnar á Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Ef þið smellið hér lendið þið á þeirri síðu.