22/12/2024

Fleiri réttarmyndir úr Bæjarhreppi

Á dögunum birtum við réttar- og smalamyndir úr Bæjarhreppi hér á strandir.saudfjarsetur.is – þær er hægt að nálgast undir þessum tengli. Þegar þessar myndir birtust gleymdist að geta þess að ljósmyndarar voru fleiri en einn og er beðist velvirðingar á því. Ljósmyndir í Kjörseyrarleit tók Dagmar Brynjólfsdóttir og í Hvalsárétt voru það Hannes Hilmarsson, Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn Karlsson sem tóku myndirnar. Því miður höfum við engar myndir frá Kjörseyrarréttinni sjálfri, en verður vonandi að ári. Hér að neðan birtast svo fleiri myndir úr smalamennsku og réttum í Bæjarhreppi: 

Ljósmyndarar: Hannes, Guðný og Sveinn.