22/12/2024

Fjörugur dráttarvélardagur

Svanhildur og Kalli Þór sigruðu í keppninniMikið fjör var á Dráttarvéladegi á Sauðfjársetrinu í Sævangi síðasta sunnudag. Þar kepptu menn í góðakstri á gömlum Massy Ferguson og sýndu margvísleg tilþrif í erfiðri þrautabraut. Þurftu menn að aka í gegnum brautina á góðum tíma, án þess þó að aka niður keilur sem afmörkuðu brautina. Einnig þurftu menn að gæta þess vandlega að aka ekki á fuglahræður og í lokin þurfti að leysa erfiða bakkþraut þar sem bakka þurfti með vagn. Loks urðu menn að gæta þess vel að Hamingju-Hrólfur, hliðvörðurinn í Sævangi, sem stóð á vagninum ylti ekki um koll og af vagninum. Ef það gerðist varð ökumaðurinn í refsingarskyni að stökkva af vélinni og sækja karlinn.

1

Jón Jónsson fór fyrstur um brautina og ók hratt. Kannski helst til hratt, því tvisvar þurfti hann að stökkva af vélinni og sækja Hamingju-Hrólf sem veltist út af pallinum.

bottom

Guðmundur Björgvin sparisjóðsstjóri á Hólmavík ók hins vegar gætilega og gerði engin mistök.

Allmargir þátttakendur tóku þátt í keppninni, bæði Strandamenn og gestir þeirra. Erlendum ferðamönnum sem voru á staðnum leist þó ekki á að taka þátt í keppninni þótt þeir væru úr sveit, fannst vélin í fullorðnari kantinum.

atburdir/2007/580-drattarv7.jpg

Frekar kalt var í veðri, en áhorfendur létu það ekki á sig fá. Ókeypis var inn á sögusýninguna í Sævangi og fjölmargir gestir notuðu sér það og skoðuðu sýnininguna, auk þess að hlýja sér í kaffihlaðborðinu.

atburdir/2007/580-drattarv6.jpg

Akstursleiðin lá um Orrustutanga, fyrir framan Sævang. Að mörgu þurfti að huga við aksturinn og hér er Jón Örn Haraldsson í brautinni.

atburdir/2007/580-drattarv4.jpg

Það vafðist helst fyrir mönnum að bakka í endamarkið, en hafðist þó alltaf að lokum. Kalli Þór sem sigraði í karlaflokki bakkaði hins vegar vandræðalaust í mark, fór villulaust í gegnum brautina og á ágætum tíma. 

atburdir/2007/580-drattarv2.jpg

Auðunn Ingi Ragnarsson á Kollsá varð þriðji í karlaflokki (til vinstri á myndinni), Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum varð annar og Karl Þór Björnsson (til hægri) sigraði með glæsilegum og villulausum akstri.

Aðeins tveir keppendur voru í kvennaflokki, mæðgurnar Ásdís Jónsdóttir sem varð önnur og Svanhildur Jónsdóttir sem náði fyrsta sæti í ár, rétt eins og í öll önnur skipti sem dráttarvélardagur hefur verið haldinn af Sauðfjársetrinu.

Ljósm. Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir