22/12/2024

Fjórtán tóku þátt í Sævangshlaupinu

 

 

Hlaupahópurinn Margfætlurnar á Hólmavík hefur nú tvö ár í röð staðið fyrir Sævangshlaupi að vori. Þá er hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík að Sauðfjársetrinu í Sævangi, en þetta er 11 kílómetra leið. Fjórtán tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni og ýmist hlupu eða hjóluðu í Sævang. Þar átti hópurinn svo góða stund með stuðningsmönnum sem tóku á móti íþróttafólkinu.

Hópurinn á tröppunum á Sævangi á efri myndinni, á myndina vantar Völu Friðriksdóttur. Birkir Stefánsson í Tröllatungu kemur fyrstur í hlað á Sævangi á þeirri neðri. – ljósm. Jón Jónsson