Frá Öskurkeppninni – Ása Einarsdóttir sigraði með miklum yfirburðum í flokki fullorðinna, en Anna Lena Victorsdóttir sigraði í yngri flokknum – ljósm. Jón Jónsson
Kristján Sigurðsson tróð upp með Hólmavíkurlagið fyrir Hamingjudagana og virtust allmargir vera farnir að kunna viðlagið og jafnvel meira.
Menn gripu líka í hraðskák á Furðuleikunum þetta árið og sumir keyptu sér meira að segja ís í kuldanum, enda hlýtur það að vera í takt við daginn. Jón Örn hafði heppnina með sér í vísbendinga- og ratleiknum og lausnin hans við ratleiknum var dregin úr pottinum. Hann fékk kind í verðlaun.
Ásdís Jónsdóttir sigraði nokkuð örugglega í grettukeppninni í flokki fullorðinna, en þátttakendur þar voru átta. Fleiri kepptu í yngri flokknum, en þar urðu jöfn og efst Agnes Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Jakob Jónsson.