22/12/2024

Fjölskyldumót á Drangsnesi

Sumarið er tíminn fyrir ættarmót og fjölskyldumót og fjölmörg slík eru haldin á Ströndum á hverju sumri. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Árni Þór Baldursson í Odda, sendi okkur myndir af einu slíku en um helgina var fjölskyldumót á Drangsnesi þar sem afkomendur Andrésar Guðbjörns Magnússonar og Guðmundínu Arndísar Guðmundsdóttur komu saman í blíðskaparveðri og gerðu ýmislegt sér til gamans.

 

Stefanía, Magnús, Marel, Guðrún, Herdís, Ingólfur, Efemía, Bjarni og Ríkey. Á myndina vantar Önnu og Hrefnu af systkinunum.

Hluti af börnunum þeirra sem mættu

Fjölskyldumót á Drangsnesi – ljósm. Árni Þór Baldursson