23/12/2024

Fjölmiðlamenn heimsækja Hólmavík

Fjölmiðlamenn frá Morgunblaðinu og RÚV hafa boðað komu sína til Hólmavíkur á miðvikudaginn kemur, en ætlun þeirra er að fjalla um Hólmavík – hamingjusamasta þorpið á landinu. Tekin verða viðtöl við ýmsa Strandamenn og fólk sem á vegi þeirra verða. Ein ástæðan fyrir heimsókninni er hversu duglegir Hólmvíkingar og aðrir íbúar Strandabyggðar eru við að skreyta hús sín og garða fyrir Hamingjudagana og er því full ástæða til að hvetja fólk til að vera sem allra mest búið að skreyta fyrir miðvikudaginn. Strandabyggð mun væntanlega ganga á undan með góðu fordæmi og koma upp fánum og blómakörfum.