23/12/2024

Fjölmenni í verslun KSH

Það var margt um manninn í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík í dag um fimmleytið. Þá komu jólasveinar í heimsókn í búðina, dregið var í happadrætti og ungir tónlistarmenn létu ljós sitt skína. Menn voru glaðir í bragði, sumir voru að kaupa jólasteikina eða síðustu gjafirnar en aðrir voru fyrst og fremst að skoða mannlífið og hitta kunningjana.

640-ksh1 640-ksh2 640-ksh3 640-ksh4

Mannlíf í KSH – ljósm. Jón Jónsson